Feldberg's Rósa at Eurovision?

No-one can say we aren't eclectic!

Never thought we would announce this... but one of our acts has entered Eurovision! Rósa Birgitta Ísfeld, one half of Icelandic dream-pop duo Feldberg has made it to semi-finals of Iceland's Eurovision 2012! We all wish her luck for her performance on January 21st. Until then, check out her track Stund Með Pér

 

Rósa Birgitta Ísfeld er fædd árið 1979.

Hún kom fyrst fram opinberlega sem söngkona í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1997, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Rósa Birgitta er söngkona í hljómsveitinni Sometime, sem var stofnuð árið 2006. Hún lætur sér það ekki nægja og syngur einnig í hljómsveitinni Feldberg sem er samstarfsverkefni hennar og Eberg. Með báðum þessum hljómsveitum hefur Rósa Birgitta ferðast um heiminn, nú síðast í nóvember um Japan með Feldberg. Lag Feldberg, Dreamin‘, var valið lag ársins 2009 á Íslensku tónlistarverðlaununum auk þess sem plata þeirra Don‘t Be a Stranger var tilnefnd sem Besta platan.

Rósa Birgitta vinnur nú að plötum með báðum hljómsveitum.Rósa Birgitta stundaði um tíma nám við FÍH og hefur sungið alls konar tegundir af tónlist, en tekur nú þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrsta sinn. Hún flytur lag Sveins Rúnars Sigurðssonar, Stund með þér, laugardagskvöldið 21. janúar.

Full press article